Nýjast á Local Suðurnes

The Gastro Truck býður upp á vinsæla kjúklingaborgara á Ljósanótt – “Allt unnið frá grunni”

The Gastro-Truck verður hluti af veitingaflórunni á Ljósanótt, en matarvagninn hefur verið starfræktur í þrjá mánuði við gríðarlega góðar undirtektir.  Hjá The Gastro-Truck er boðið upp á Crispy Spicy kjúklingaborgara sem eru afar bragðgóðir og vinsælir, enda notað úrvals hráefni og allt unnið frá grunni.
“Það má segja að borgararnir okkar séu orðnir það vinsælir að fólk er farið að elta okkur uppi til að fá borgara.” Sögðu eigendur vagnsins í spjalli við Suðurnes.net. “Við vinnum allt frá grunni, búum til sósuna, deigið og sous vid-um kjúklinginn.  Hann er safaríkur og stökkur borinn fram með rifnu salati og jalapeno jógúrt mayo sósu.”
Þá segja eigendurnir að viðtökurnar hafi verið mjög góðar, það góðar að á álagstímum hafi þurft að bæta við græjum í eldhúsið til að anna eftirspurn.
“Viðtökur hafa farið fram úr okkar björtustu vonum og höfum við bætt við eldunargræjum til að auka afköst á álags tímum.”

Gylfi Bergmann Heimisson smíðaði bílinn og breytti í matarbíl, en hann var keyptur algjörlega “hrár” að innan. Þá má geta þess til gamans að bíllinn kemur upphaflega frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli.

The Gastro-Truck verður staðsettur við Hafnargötuna á Ljósanótt, en fyrir utan helgaropnunina verður vagninn opinn í hádeginu á fimmtudag frá klukkan 11:30 – 13:30.