Nettó býður viðskiptavinum að skipta plastpokum út fyrir fjölnotapoka
Samkaup hafa ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum að koma með plastpoka í allar verslanir fyrirtækisins og skipta þeim út fyrir fjölnotapoka. Átakið fer af stað í dag. Fyrirtækið, sem hefur höfuðstöðvar á Suðurnesjum, hefur komið upp mótttökustöðvum í veslunum sínum og fyrir hverja þrjá plastpoka fær fólk fjölnotapoka.
„Við höfum tekið upp 50.000 fjölnota poka og komið upp sérstökum mótttökustöðvum í verslunum okkar. Með því viljum hvetja fólk til að koma með plastpoka til okkar. Fyrir hverja þrjá plastpoka sem fólk skilar í verslanir okkar, fær viðkomandi einn fjölnotapoka.
Við sjáum svo að sjálfsögðu til þess að plastpokarnir fari á réttan stað, beint í endurvinnslu. Með þessu viljum leggja okkar af mörkum við að draga almennt úr notkun plastpoka,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson,framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, í tilkynningu.