Nýjast á Local Suðurnes

Malbikað við Rósaselstorg í kvöld – Búast má við lítilsháttar umferðartöfum

Á föstudagskvöld 28.júlí og aðfaranótt laugardags 29. júlí er stefnt að því að malbika Rósaselshringtorg í Reykjanesbæ. Hringtorginu verður lokað í tveimur áföngum og verður umferðarstýring til og frá flugvelli á meðan framkvæmd stendur yfir. Hjáleiðir verða settar upp, umferðahraði lækkaður framhjá vinnusvæðinu og má búast við lítilsháttar umferðartöfum.

Einnig er stefnt á að malbika akreinar á Reykjanesbraut að hringtorginu. Veginum verður lokað á meðan, hjáleiðir settar upp og umferðarhraði lækkaður framhjá vinnusvæðinu.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.