Nýjast á Local Suðurnes

Þegar stórt er spurt… – Er Arnór Ingvi Njarðvíkingur eða Keflvíkingur?

Íbúar Keflavíkur- og Njarðvíkurhvefa Reykjanesbæjar hafa undanfarið deilt, á léttum nótum, um hlutdeild í knattspyrnumanninum Arnóri Ingva Traustassyni, sem skoraði eftirminnilegt sigurmark Íslands gegn Austurríki á dögunum.

Ferill Arnórs Ingva í íþróttum skiptist á milli beggja liða, en Arnór Ingvi æfði knattspyrnu með yngri flokkum Njarðvíkur, lék svo með öðrum- og meistaraflokki Keflavíkur, hann æfði körfuknattleik með Njarðvík, en gekk alla sína skólagöngu í skóla í Keflavík.

Vefmiðillinn Vísir.is, reynir að komast til botns í málinu, með aðstoð móður Arnórs Ingva, Unu Stefánsdóttur, en það er greinilega ekki einfalt mál. Niðurstaðan er einfaldlega sú að kappinn sé Reyknesbæingur, en að sögn Unu lítur knattspyrnumaðurinn ungi þannig á það sjálfur. Íbúar hverfana tveggja geta því haldið áfram að deila sín á milli um mál málanna.- Skemmtilega og fróðlega Umfjöllum Vísis má finna hér, en þar er ferill Arnórs Ingva í íþróttum meðal annars rakinn.