Nýjast á Local Suðurnes

Jarðboranir og HS Orka semja um djúpborun á Reykjanesi

Forstjórar fyrirtækjana hafa undirritað nokkra samninga í gegnum árin - Mynd: Jarðboranir

HS Orka og Jarðbor­an­ir hafa gert samn­ing um djúp­bor­un á Reykja­nesi. Verk­efnið er hluti af Íslenska djúp­bor­un­ar­verk­efn­inu sem fékk ný­lega styrk upp á 1,3 millj­arða króna frá rann­sókn­aráætl­un Evr­ópu­sam­bands­ins. Stefnt er að því að hol­an verði dýpsta og heit­asta vinnslu­hola jarðvarma á Íslandi.

Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins um verkefnið, þar kemur einnig fram að samn­ing­ur­inn verði und­ir­ritaður í dag en hann varðar bor­un á allt að 5 kíló­metra djúpri há­hita­holu á Reykja­nesi. Samn­ing­ur­inn er ann­ar áfang­inn í Íslenska djúp­bor­un­ar­verk­efn­inu. HS Orka leiðir verk­efnið í sam­starfi við norska olíu­fé­lagið Statoil, auk annarra fyr­ir­tækja inn­an IDDP sam­starfs­ins.

Íslenska djúp­bor­un­ar­verk­efnið (IDDP) hef­ur verið starf­rækt í um 15 ár. Að IDDP standa ís­lensku orku­fyr­ir­tæk­in, HS Orka , Lands­virkj­un og Orku­veita Reykja­vík­ur, ásamt Orku­stofn­un og Statoil.