Lögðu bílum sínum inni í skrúðgarði
Lögreglan á Suðurnesjum hafði í gær afskipti af þremur ökumönnum sem lagt höfðu bifreiðum sínum inni í skrúðgarði, nærri körfuboltavellunum, í Njarðvík. Samkvæmt tilkynningu lögreglu var þeim vinsamlegast bent á að skrúðgarðurinn væri ekki bifreiðastæði og færðu þeir bifreiðar sínar út úr garðinum við svo búið.
Þá hafði lögregla afskipti af ökumanni sem þótti haga akstri sínum undarlega í umferðinni. Hann framvísaði erlendu ökuskírteini sem reyndist vera falsað og haldlagði lögregla það.