Nýjast á Local Suðurnes

Íbúum fjölgar hratt – Suðurnesin verða annað þéttbýlasta svæði landsins árið 2030

Talið er líklegt að íbúar á Suðurnesjum verði tæplega 35.000 árið 2030, hið minnsta, og að svæðið verði þá það annað þéttbýlasta á landinu. Heklan – Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja leggur til að unnin verði nákvæm innviðagreining á svæðinu svo sveitarfélögin geti unnið stefnumörkun um atvinnu- og samfélagsuppbyggingu.

Þetta kemur fram í viðtali Fréttablaðsins við Berglindi Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Berglind bendir á að nauðsynlegt sé að greina vinnumarkaðinn meðal annars með tilliti til aldurs og kyns sem og stærðar vinnusóknar­svæðisins.

“Það er því ljóst að allir aðilar, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög eða ríkisvald, verða að koma að þessu og vinna þetta verkefni þétt saman svo útkoman verði sem best fyrir alla hlutaðeigandi aðila,“ segir Berglind í viðtalinu.