Nýjast á Local Suðurnes

Hraustustu konur heims keppa – Ragnheiður Sara og Katrín Tanja mætast í mars

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir munu mætast í einvígi á vegum Crossfit Games í Colorado Springs, í Bandaríkjunum þann 17. mars næstkomandi.

Katrín Tanja fagnaði sem kunnugt er sigri á Heimsleikunum í crossfit á síðasta ári eftir æsispennandi keppni við Njarðvíkinginn Ragnheiði Söru, sem hafði leitt keppnina allan tímann en endaði í 3. sætinu eftir að hafa lent í vandræðum í síðustu þrautinni.

Þessi keppni verður líkt og flestar keppnir á vegum Crossfit Games í beinni útsendingu á netinu á heimasíðu keppninnar. Hér fyrir neðan er að finna kynningarmyndband fyrir einvígi hraustustu kvenna heims.