Fimm mest lesnu fréttir ársins – Gleðilegt ár!

Um leið og við óskum lesendum okkar gleðilegs árs og farsældar á því komandi er gaman að segja frá því að árið 2023 var það besta frá upphafi hvað varðar lestur á sudurnes.net. Hér fyrir neðan má sjá þær fimm fréttir sem fengu mesta lesturinn á liðnu ári.
5. Þáðu ekki launahækkun
Bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar áttu möguleika á smá launahækkun um mitt ár, Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi samfylkingar, bar upp þá tillögu að bæjarráðsfulltrúar féllu frá fyrirhuguðum launahækkunum samfara hækkun þingfararkaups. Tillagan var samþykkt samhljóða.
4. Viðbúnaður í Vogum
Lögreglan á Suðurnesjum var með viðbúnað í Vogum í byrjun október og svo virtist sem verið væri að leita að einhverju.
3. Mótmæli við Fitjar
Flóttafólk stillti sér upp í friðsæl mótmæli við Fitjar í Njarðvík í byrjun október sem vöktu mikla athygli.
2. Varnargarðamyndir
Vinna við varnargarða við Svartsengi gekk mjög vel og voru garðarnir klárir í lok desembermánaðar. Myndir af verkefninu vöktu mikla athygli.
1. Flestir kíktu á peningafrétt
Nokkrir aðilar voru handteknir á Keflavíkurflugvelli við komu til landsins eða handteknir vegna gruns að vera með illa fengið fé á leið úr landi, samkvæmt tölum lögreglu.