Nýjast á Local Suðurnes

Fordæmalaus hækkun húsnæðisverðs á Suðurnesjum

Húsnæði hækkaði langmest í verði á Suðurnesjum árið 2017, en íbúðaverð var að meðaltali 35% hærra árið 2017 en árið 2016, en það er nánast því fordæmalaus hækkun á einu ári á einu svæði. Þetta kemur fram í skýrslu Íbúðalánasjóðs um húsnæðismarkaðinn.

Í skýrslunni kemur einnig fram að aðeins Árborg, Hveragerði og Ölfus komust nálægt hækkunum á Suðurnesjum, en þar hækkaði verð á íbúðum um 19%. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækaði um um það bil 20%.

Myndin hér fyrir neðan sýnir hversu mikið íbúðaverð á öllu árinu 2017 hækkaði miðað við allt árið 2016. Eins og áður hefur komið fram hækkaði íbúðaverð mjög mikið síðasta vetur og vor, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess. Hins vegar hægði verulega á verðhækkunum seinni hluta ársins 2017.