Nýjast á Local Suðurnes

Kjöraðstæður fyrir brimbrettakappa í Grindavík

Undanfarin ár hefur það færst töluvert í aukana að brimbrettakappar, bæði íslenskir og erlendir, leggi leið sína til Grindavíkur til að fara á bretti. Svæðið í grennd við Bótina, þá sérstaklega svokölluð Arfadalsvík, þykir með betri brimbrettasvæðum á landinu. Sérfróðir menn segja að þú fáir ekki mikið skemmtilegri öldur til að “surfa” í en þær sem myndast þarna, þetta kemur fram á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Í fyrradag voru mættir nokkrir kappar með svokölluð “kite-surf” bretti en þá halda menn í flugdreka sem dregur brettið enn hraðar í gegnum öldurnar. Meðfylgjandi myndband tók Jón Júlíus Karlsson, en meðfylgjandi mynd tók bróðir hans, Guðmundur Grétar Karlsson af samskonar brettum síðastliðið sumar.