Nýjast á Local Suðurnes

Íþróttafélagið Nes fékk styrk eftir skötuveislu

Þessum furðufuglum var ekki boðið til veislunnar en þeir björguðu sér bara sjálfir.

Árleg skötu­messa var hald­in í Gerðaskóla í Garði í gærkvöld, það er alþing­ismaður­inn Ásmund­ur Friðriks­son og Sig­ríður Magnús­dótt­ir, kona hans, sem standa á bak við hana ásamt vin­um og kunn­ingj­um úr Garðinum. All­ur ágóði af veisl­unni hefur undanfarin ár runnið í mál­efni tengd fötluðum og á því varð engin breyting í gærkvöldi.

nes styrkus skötuveisla

Íþróttafélag fatlaðra, Nes fékk veglegan styrk frá Ásmundi og félögum – Mynd: Nes

Um 400 manns mættu til skötuveislunnar í gær og samkvæmt heimildum Local Suðurnes söfnuðust um tvær milljónir króna sem var úthlutað til fjölda aðila þar á meðal íþróttafélagsins Nes og Hæfingarstöðvarinnar.

Það þarf fleiri en einn eða tvo til að halda veislu sem þessa sagði Ásmundur í samtali við mbl.is fyrir skömmu:

“Það eru marg­ir sem leggja vinnu sína á lóðaskál­arn­ar svo hægt sé að halda veisluna. Þannig hafi Fisk­markaður Suður­nesja alltaf gefið sköt­una, Hall­dór Pét­urs­son salt­fisk­inn og Skóla­mat­ur ehf komið og eldað og lagt til plokk­fisk. Kristjáns­bakarí sér um rúg­brauðið, For­sæti um kart­öfl­ur og Hrafn­kell Karls­son gef­ur róf­ur. Þá koma bræðurn­ir Theo­dór og Þór­ar­inn Guðbergs­syn­ir og Guðlaug­ur Helgi Sig­ur­jóns­son að skipu­lagn­ingu og fram­kvæmd ásamt eig­in­kon­um sín­um.”