Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara semur við Volkswagen

CrossFit drottningin Sara Sigmundsdóttir hefur gengið frá samningum við nýjan styrktaraðila, og það á þessum afar sérstaku tímum þegar flestir halda að sér höndum.

Sara greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni en þar segir að hún sé nýr alþjóðlegur sendiherra þýska bílaframleiðandans Volkswagen.

„Að skrifa undir þennan samning er ein af stóru tímamótunum á mínum atvinnumannaferli. Þetta hefur verið lengi í bígerð og mig skortir orðin til að lýsa því hversu ánægð og þakklát ég er,“ segir Sara.

„Ég átta mig fullkomlega á því að tímasetningin á þessari tilkynningu kemur þegar mun mikilvægari hlutir eru í gangi í heiminum. Á sama tíma finnst mér að þetta geti líka verið hvatning og vonarneisti til að sýna fólki að hjólin eru áfram að rúlla og fólk er enn að ná samningum,“ segir Sara.