Nýjast á Local Suðurnes

Leikir Keflavíkur og Grindavíkur fara fram

Leikir kvöldsins í Domino‘s deild karla í körfubolta fara fram eins og áætlað var og verður leikið með áhorfendur í húsunum. Það sama á við leik Keflavíkur og Snæfells í Domino‘s deild kvenna á morgun.

Grindavík leikur á Akureyri gegn Þór og Keflavík gegn Þór Þorlákshöfn í Keflavík. Kvennaleikurinn er heimaleikur og fer fram í Keflavík.

Frá þessu er greint á vef Vísis og þar er bent á að karlaleikirnir verði báðir sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.