Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar glíma við efsta lið Pepsi Maxdeildarinnar í bikarnum í kvöld

Njarðvíkingar leika gegn KR-ingum í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld, en þetta er í fyrsta skipti sem Njarðvíkurliðið kemst þetta langt í keppninni.

KR er um þessar mundir í efsta sæti Pepsi Max deildarinnar á meðan Njarðvíkingar verma fallsæti í Inkasso-deildinni. Liðin hafa einu sinni áður mæst í bikarnum og hafði KR þá nauman sigur, 0-1, á heimavelli Njarðvíkur.

Njarðvíkingar vonast eftir að sjá sem flesta stuðningsmenn á Meistaravöllum, heimavelli KR í kvöld og hvetji sitt lið áfram og benda á í tilkynningu að ókeypis mjólk og súkkulaðikaka sé í boði fyrir þá sem leggi leið sína á völlinn. Leikurinn er einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport.