Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjafyrirtækið Zeto í úrslitum Gulleggsins – Þróa húðvörur úr þaraþykkni

Eydís Mary, stofnandi Zeto, hlustar af athygli á stofnanda Crowbar á vinnusmiðju Gulleggsins

Um 200 hugmyndir og viðskiptaáætlanir bárust í frumkvöðlakeppnina Gulleggið og hafa tíu stigahæstu hugmyndirnar verið valdar til að taka þátt í lokakeppninni. Hugmyndirnar að þessu sinni eru fjölbreyttar, allt frá þýðingarlausnum, netsálfræðiþjónustu til lífrænna húðvara og ferðaþjónustu.

Njarðvíkingurinn Eydís Mary Jónsdóttir og viðskiptafélagar hennar eru komin í úrslit keppninnar með hugmynd sína að lífrænum húðvörum úr þaraþykkni. Eydís sagði prófanir á vörunni hafa staðið yfir í fjögur ár og eru fyrstu vörur fyrirtækisins tilbúnar til uppskölunar

“Við hjá ZETO hyggjumst þróa, framleiða og markaðssetja lífrænar serumhúðvörur úr kaldpressuðu þaraþykkni, sem þróað hefur verið undanfarin ár af frænda mínum, Steindóri Haraldssyni. Þari er mikið rannsakaður og mikils metin í húðvörur vegna heilnæmis hans og mikils magns lífvirkra efna sem hafa sannaða virkni fyrir húðina. Vöruþróun og prófanir á húðvörum hafa staðið yfir í fjögur ár og eru fyrstu vörur fyrirtækisins tilbúnar til uppskölunar.” Sagði Eydís.

Aðstandendur Zeto koma allstaðar að af landinu og verður starfsemi fyrirtækisins dreifð um landið, hluti starfseminnar verður þó á Suðurnesjum.

Liðið samanstendur af mér, hér á suðurnesjum.  Mömmu minni á Akureyri og Frænda á skagaströnd. Vörurnar verða framleiddar af pharmarctica á Grenivík og Sælusápum í Kelduhverfi, en fyrirtækið sjálft (markaðs og dreifingarhluti þess) verður staðsettur hér á Suðurnesjum. Sagði Eydís.

Almenningur getur kosið um bestu hugmyndirnar á vef Kjarnans, en tilkynnt verður um úrslit laugardaginn 12. mars á lokahófi í Háskólanum í Reykjavík.

Öflugir sprotar af Suðurnesjum hafa náð langt í Gullegginu

Gulleggið hefur verið haldið síðan árið 2008 og hafa nokkur fyrirtæki af Suðurnesjum komist í úrslit keppninnar, ReMake Electric vann keppnina árið 2010, en fyrirtækið var stofnað af Suðurnesjamönnum. GeoSilica sem staðsett er á Ásbrú komst í 10 liða úrslit keppninnar árið 2013, en fyrirtækið framleiðir sem kunnugt er húðvörur úr kísil.

verdlaun mekano

Mekano lenti í öðru sæti árið 2015

 

Þá lenti Mekano ehf., sem einnig er staðsett á Ásbrú í öðru sæti keppninnar árið 2015, en Mekano stefnir að framleiðslu nýrra kynslóða fjöltengja fyrir allar gerðir raftækja sem er mun minna í sniðum en þau fjöltengi sem þekkjast á markaðnum í dag.

GeoSilica komst í 10 liða úrslit keppninnar. Fyrirtækið gerði nýlega styrktarsamning við kvennalið Keflavíkur í knattspyrnu

GeoSilica komst í 10 liða úrslit keppninnar. Fyrirtækið gerði nýlega styrktarsamning við kvennalið Keflavíkur í knattspyrnu