Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar með fjögurra stiga forskot á toppnum

Grindavíkurstúlkur gerðu sér lítið fyrir og lögðu stöllur sínar úr Haukum að velli í 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi, 3-0 og nældu sér þannig í fjögura stiga forskot á toppi deildarinnar.

Sigurinn var þó ekki eins öruggur og lokatölurnar gefa til kynna því Haukar sóttu hart að Grindvíkingum á köflum og fengu sín færi. Mark frá Lindu Eshun undir lok fyrri hálfleiks og annað frá Lauren Brennan í upphafi þess síðari gerðu þó út um leikinn. Grinvíkingar bættu svo þriðja markinu við undir lok leiksins og var þar að verki Sashana Carolyn Campbell.