Tvö mörk í fimm leikjum hjá Arnóri – Ingvar kom ekki við sögu
Njarðvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslendinga í vináttulandsleik gegn Dönum í knattspyrnu sem fram fór í Herning á Jótlandi í kvöld. Markið sem Arnór skoraði undir lok leiksins með föstu skoti með jörðinni er annað mark Njarðvíkingsins í fimm landsleikjum. Myndband af marki Arnórs má sjá hér fyrir neðan.
Arnór kom inná sem varamaður í síðari hálfleik og var einn af betri leikmönnum Íslands í leiknum. Annar Njarðvíkingur, markvörðurinn Ingvar Jónsson var á bekknum í kvöld og kom ekki við sögu í leiknum.