Nýjast á Local Suðurnes

Nær öllu flugi til og frá Keflavíkurflugvelli frestað eða aflýst

Myndin tengist fréttinni ekki

Nær öllum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hefur verið frestað eða aflýst vegna veðurs og má búast við röskun á flugi í allan dag, en skyggni er mjög slæmt á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir.

Farþegum er bent á að fylgist með uppfærslum á flugtímum á vefsíðu Isavia, auk þess sem frekari upplýsingar má nálgast hjá flugfélögunum.