Nýjast á Local Suðurnes

Byggðu bankaútibú í Leifsstöð á mettíma – Myndband!

Arionbannki opnaði útibú sitt á Keflavíkurflugvelli í maí síðastliðnum, eftir að hafa hlotið hæstu einkunn í samkeppni um rekstur fjármálaþjónustu í Flugstöðinni. Átta sólarhringa tók að framkvæma breytingar við hið nýja útibú og komu um 40 iðnaðarmenn að framkvæmdunum. Myndbandið hér fyrir neðan sýnir iðnaðarmenn vinna við breytingarnar.

Bankinn er með starfsemi á þremur stöðum innan flugstöðvarinnar, það er í brottfararsal og komusal, ásamt afgreiðslu fyrir endurgreiðslu virðisaukaskatts, sem einnig er staðsett í komusal. Að auki eru 13 hraðbankar víða um flugstöðvarbygginguna sem farþegar geta nýtt á ferð sinni til eða frá landinu. Um 60 manns vinna í útibúi Arionbanka í Leifsstöð, en bankinn gerir ráð fyrir því að hátt í hálf milljón farþega á ári muni nýta sér þá þjónustu sem Arion banki býður á Keflavíkurflugvelli.