Nýjast á Local Suðurnes

Euróvisionfjör fjölskyldu úr Sandgerði fer á flug á veraldarvefnum – Myndband!

Rétt um 30 þúsund manns hafa horft á myndband fjöskyldu í Sandgerði, hvar fjölskyldumeðlimir hita upp fyrir Euróvision undankeppnina sem fram fór í gærkvöldi. Fjölskyldan var hrifin af lagi Daða Freys Péturssonar, sem hafnaði að lokum í öðru sæti keppninnar og söng flotta útgáfu af laginu.

Flytjandi lagsins í keppninn, Daði Freyr, var hrifinn af flutningi Sandgerðinganna og skrifaði ummæli við myndbandið, þar sem hann sagðist vera hálf meyr eftir að hafa horft og hlustað á flutninginn.

“Vááá!!!! Þetta er geðveikt! Takk fyrir svo mikið! Þið eruð stórkostleg! Maður er bara hálf meyr.” Sagði söngvarinn.

Flutninginn má sjá og heyra hér fyrir neðan.