Nýjast á Local Suðurnes

GG leikur á Íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar

Knattspyrnufélagið GG mun taka þá í Íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar. Liðið mun sem ekki hefur verið með keppnislið í knattspyrnu í áraraðir mun leika í fjórðu deildinni í sumar, ásamt því að taka þátt í bikarkeppninni.

Liðið stefnir hátt í knattspyrnunni og til stendur að ráða þjálfara á næstunni auk þess sem samstarfssamningur við knattspyrnudeild UMFG er á teikniborðinu. Þetta kemur fram á Grindavik.net

Árið 2005 fóru félagsmenn óhefðbundnar leiðir í fjáröflun, nektarmyndir af leikmönnum GG voru teknar í og við húsakynni nokkura styrktaraðila félagsins sem svo voru settar á dagatal sem seldist eins og heitar lummur. Það verður án efa gaman að fygjast með liði GG í fjórðu deildinni í sumar enda metnaðarfullir menn hér á ferð.  Formaður GG er Heimir Daði og varaformaður er Vilmundur Jónasarson.