Nýjast á Local Suðurnes

Ramsay og Ray Anthony skoruðu í stórsigri GG á KB

Knattspyrnulið GG fer vel af stað í 4. deildinni en liðið lék sinn fyrsta deildarleik á fimmtudag, gegn KB á Grindavíkurvelli. Liðið ætlar sér greinilega stóra hluti í sumar, eftir langa fjarveru frá deildarkeppni og hefur fengið þá Scott Ramsey og Ray Anthony Jónsson til að þjálfa liðið en þeir spiluðu báðir með Grindavík um áraraðir.

Skemmst er frá því að segja að GG unnu góðan sigur, 4-1, en báðir þjálfarar liðsins voru á meðal markaskorara. Í liði GG eru margir reynsluboltar úr fótboltanum, en þó enginn reynslumeiri en Gunnar Ingi Valgeirsson, sem lék sinn 395. deildarleik í gær. Það er því ljóst að met Mark Duffield er í hættu, en Mark lék alls 400 deildarleiki á sínum ferli.

Markaskorarar GG:

1-0 Scott Ramsay ‘8
2-0 Ray Anthony Jónsson ’42
3-0 Jón Unnar Viktorsson ’66
4-0 Jón Unnar Viktorsson ’71

Leikskýrslan á ksí.is