Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík lagði KA

Grindvíkingar tóku á móti KA-mönnum frá Akureyri í loka leik fyrstu umferðar í fyrstu deildinni í kvöld. Leikurinn var einnig eins og fram hefur komið kveðjuleikur hins fertuga Scott Ramsay en hann kom inná sem varamaður og lék síðasta hálftímann.

Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur og það eina markverða sem gerðist var að einn leikmaður KA fékk beint rautt spjald fyrir tveggja fóta tæklingu. Hvorugt liðið skapaði sér færi að ráði og staðan í leikhléi 0-0.

Síðari hálfleikur var mun fjörugri og þar voru Grindvíkingar stekari aðilinn. Þeir komust yfir á 75. mínútu með marki sem Ásgeir Ingólfsson skoraði. KA-menn lögðu ofur kapp á sóknina eftir þetta og var, eins og oft gerist í þeirri stöðu, refsað af heimamönnum með marki frá Óla Baldri. Norðanmenn náðu að klóra í bakkann í uppbótartíma en það var of seint og Grindvíkingar hirtu stigin þrjú sem í boði voru.

Grindvíkingar komust með þessum sigri upp í sjötta sæti deildarinnar og eiga enn möguleika á að blanda sér í toppbaráttuna.