Nýjast á Local Suðurnes

Björgunarskip sækir slasaðan sjómann

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Landsbjörg

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason frá Grindavík er nú á leið að togveiðiskipi, sem statt er tæpar 4 sjómílur vestur af Stóru-Sandvík, að sækja slasaðan sjómann. Maðurinn er með áverka á hendi og þarfnast aðhlynningar.

Gert var ráð fyrir að björgunarskipið kæmi að togveiðiskipinu um klukkan 18:00, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu og siglir þá með hinn slasaða til hafnar í Grindavík þaðan sem hann verður fluttur undir læknishendur.