Nýjast á Local Suðurnes

Gramsaði í ferðatösku og stal henni

Lögreglunni  á Suðurnesjum  um var tilkynnt um þjófnað á ferðatösku fyrir utan hótel í umdæminu um helgina.

Í tilkynningu segir að viðkomandi hafi skilið eftir ferðatösku á bak við bíl sinn fyrir utan hótel í umdæminu. Þegar hann hafi svo vitjað töskunnar var hún horfin.

Í upptökum úr eftirlitsmyndavél sást hvar ökumaður annarrar bifreiðar kom aðvífandi, gramsaði í töskunni og hafði hana svo á brott með sér.

Haft var uppi á manninum á höfuðborgarsvæðinu og í viðræðum við lögreglu viðurkenndi hann að vera með töskuna í bifreið sinni. Honum var gert að skila henni á stundinni og ætlaði hann að verða við því, segir í tilkynningunni.