Nýjast á Local Suðurnes

Hlýjast á sunnanverðu landinu um helgina

Besta helgarveðrið þessa helgina verður að finna Suðvestanlands, en gera má ráð fyrir allt að 12 stiga hita yfir daginn, segir í hugrenningum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þá verður hægur vindur á landinu.

Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, en 8-13 á Suðausturlandi og einnig syðst á landinu fram á nótt. Skýjað með köflum og líkur á dálitlum skúrum í flestum landshlutum, einkum síðdegis. Hiti 5 til 12 stig yfir daginn, hlýjast um landið suðvestanvert.