Nýjast á Local Suðurnes

Beiðnakerfi tekið upp fyrir Grindvíkinga

Tekið hefur verið upp beiðnakerfi þar sem íbú­ar Grindavíkur geta skráð ósk­ir sín­ar um að kom­ast inn í bæ­inn að vitja eigna sinna.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­reglu­stjór­an­um á Suður­nesj­um, en þar segir að tekið sé við beiðnum í gegn­um skrán­ing­ar­form á Ísland.is, Beiðnum verður for­gangsraðað og síðan haft sam­band við þá sem kom­ast inn hverju sinni.