Beiðnakerfi tekið upp fyrir Grindvíkinga

Tekið hefur verið upp beiðnakerfi þar sem íbúar Grindavíkur geta skráð óskir sínar um að komast inn í bæinn að vitja eigna sinna.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum, en þar segir að tekið sé við beiðnum í gegnum skráningarform á Ísland.is, Beiðnum verður forgangsraðað og síðan haft samband við þá sem komast inn hverju sinni.