Nýjast á Local Suðurnes

Arnar Hreinsson nýr útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ

Arnar Hreinsson hefur verið ráðinn útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ, hann tekur við starfinu af Einari Hannessyni þann 15. desember næstkomandi. Þá hefur Suðurnesjakonan Berglind Hauksdóttir verið ráðin útibússtjóri Landsbankans í Hafnarfirði.

Arnar hefur starfað hjá Landbankanum frá árinu 2000, meðal annars hjá fyrirtækjaþjónustu útibúsins í Reykjanesbæ. Berglind hefur starfað hjá bankanum síðan 1995 og hefur gengt starfi aðstoðarútibússtjóra í Reykjanesbæ frá árinu 2006.