Nýjast á Local Suðurnes

Vöðvadrengurinn fjárfestir á Ásbrú og leigir út íbúðir

Fjarþjálfarinn og fjölmiðlamaðurinn Egill Einarsson, betur þekkur sem Gillz eða DJ Muscleboy, segist hafa trú á Reykjanesinu og hefur kappinn fjarfest í tveimur íbúðum á gamla varnarsvæðinu, Ásbrú. Íbúðirnar eru þegar komnar í útleigu að sögn Egils.

Egill segir í viðtali við Fréttablaðið að hann hafi þurft að taka aðeins til í lífsstílnum til þess að fjármagna íbúðakaupin, en það hafi hann gert með því að fækka ferðum út á næturlífið auk þess sem hann skar aðeins niður í orkudrykkjarkaupum.

Ekki fylgdi sögunni hvort til standi að fjölga íbúðum í hinu nýja leiguveldi á Ásbrú.