Malbikað á Reykjanesbraut í dag

Malbikunarframkvæmdir verða á Reykjanesbraut í dag.
Malbikuð verður hægri akrein og öxl til vesturs á Reykjanesbraut, frá Njarðvíkurbraut að Fitjum.
Akreininni verður lokað og viðeigandi merkingar og hjáleiðir settar upp.
Áætlað er að vinna standi yfir frá kl. 09:00 til kl. 18:00 og eru ökumenn beðnir um að sýna aðgát við akstur um vinnusvæðið.