Nýjast á Local Suðurnes

Jóhann Birnir og Jónas Guðni leggja skóna á hilluna

Knatt­spyrnumaður­inn Jó­hann Birn­ir Guðmunds­son hef­ur lagt skóna á hill­una, þetta staðfesti hann í út­varpsþætt­in­um Akra­borg­in í dag. Jó­hann Birn­ir, sem er fertugur, hóf ferilinn hjá Víði í Garði, en lék lengst af með Kefla­vík, auk þess að leika sem at­vinnumaður er­lend­is í ára­tug.

Jó­hann skoraði eitt mark í níu leikj­um fyr­ir Kefla­vík í In­kasso-deild­inni í knatt­spyrnu í ár. Sam­an­lagt lék hann 203 leiki fyr­ir Kefla­vík og skoraði í þeim 46 mörk. Þar af eru 168 leik­ir og 41 mark í efstu deild. Jóhann lék 8 A-landsleiki og 23 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Þá hefur Jón­as Guðni Sævarsson einnig ákveðið að leggja skóna á hilluna, en hann hef­ur sam­tals leikið 126 deilda­leiki fyr­ir Kefla­vík og 95 fyr­ir KR. Hann á að baki 7 A-lands­leiki og og 20 leiki með yngri landsliðum Íslands.