Nýjast á Local Suðurnes

Grunaður um að hafa svikið yfir 500 milljónir króna út úr United Silicon

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Magnús Garð­ars­son, fyrr­ver­andi for­stjóri og stofn­andi United Sil­icon, er grun­aður um að hafa svikið yfir 500 milljónir króna út úr fyr­ir­tæk­inu, en grunur leikur á að fjöl­margir samn­ingar og reikningar sem gerðir hafa verið vegna United Sil­icon séu fals­að­ir. Stjórn fyrirtækisins sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kom að stofnandinn hafi verið kærður til Embættis héraðssaksóknara.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans bár­ust United Sil­icon reikn­ingar sem sagðir voru vera frá fyr­ir­tæk­inu Tenova, sem fram­leiddi ljós­boga­ofn verk­smiðj­unn­ar. Þeir reikn­ingar voru greiddir en við end­ur­skipu­lagn­ingu United Sil­icon, sem nú stendur yfir, hafi komið í ljós að þeir væru alls ekki frá Tenova. Þess í stað hafi fjár­mun­irnir sem greiddir voru ratað inn á reikn­ing ann­ars félags. Stjórn United Sil­icon telur að Magnús Garð­ars­son hafi haft umsjón með því félagi.