Nýjast á Local Suðurnes

Ásmundur Friðriksson gefur út bók um sögu Hrekkjalómafélagsins

Alþingismaðurinn Ásmundur Friðriksson hefur gefið út bókina Hrekkjalómafélagið, prakkarastrik og púðurkerlingar, sem fjallar um sögu Hrekkjalómafélagsins í 20 ár.

“Ég lofa því að bókin er full af gleði og sprenghlægileg á köflum og fólki á að líða vel við lestur hennar.” Segir Ásmundur á Facebook-síðu sinni.

hrekkjalomafelag asmundur

Hann tileinkar bókina Hrekkjalómunum Loga Snædal Jónssyni, Georg Þór Kristjánssyni og Guðjóni Róbert Sigurmundssyni, sem fallnir eru frá.

Ásmundur mun hefja  kynningu á bókinni í dag, en hann mun lesa úr henni og árita fyrir þá sem vilja hlusta og eignast bókina. Hann byrjarí Vestmannaeyjum í dag í Einarsstofu Safnahússins kl. 15.30.

Dagskráin er eftirfarandi:

Ásmundur Friðriksson kynnir bókina.
Andri Páll Guðmundsson; Tónlistaratriði.
Siggi Gúmm les úr bókinn; Síðasta fatan í flotanum.
Simmi og Unnur; Eyjatónlist.
Myndaalbúm Georgs Þórs Kristjánssonar heitins, afhent til varðveislu í Safnahúsið og fleirri munir.
Árni Johnsen; minnist félagsins með nokkrum vel völdum orðum og flytur lokatónlist við hæfi.

Þeim sem vilja eignast eintak af bókinni er bent á bókaverslanir og stórmarkaði. Eins er höfundur með bókina til sölu og getur útvegað árituð eintök.