Nýjast á Local Suðurnes

Að duga eða drepast fyrir Keflavík – Fríar rútuferðir á leik Tindastóls og Keflavíkur

Keflavík og Tindastóll munu takast á í leik númer fjögur í baráttunni um sæti í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í körfuknattleik á mánudagskvöldið klukkan 19.15, Stólarnir leiða einvígið 2-1 og því er að duga eða drepast fyrir Keflvíkinga á Sauðárkróki á mánudaginn.

Liðið þarf á öllum þeim stuðningi að halda sem mögulegt er að fá og því hefur Körfuknattleiksdeild Keflavíkur ákveðið að bjóða stuðningsmönnum Keflavíkur upp á fría rútuferð á Sauðárkrók. Þetta kemur fram á Facebook-síðu deildarinnar. Tilkynninguna í heild sinni má lesa hér fyrir neðan, en þar kemur meðal annars fram að um takmarkað magn sæta sé að ræða og því sé nauðsynlegt að bregðast skjótt við vilji menn fá sæti.

Kæru Keflvíkingar. Á mánudaginn er það leikur fjögur í seríunni gegn Tindastól, sem eins og þið líklegast vitið verður leikinn í Síkinu á Sauðárkróki. KKDK hefur ákveðið að bjóða stuðningsmönnum Keflavíkur upp á fría rútuferð norður en ljóst er að um takmarkað sætamagn er að ræða. Því er mikilvægt að þeir sem hafa hug á að koma með norður skrái sig sem fyrst. Skráning fer fram með tölvupósti, þar sem þið sendið fullt nafn á Ingvi@keflavik.is. Við hvetjum ykkur til að hafa snarar hendur, því eins og ég segi hér fyrir ofan verður um takmarkað sætamagn að ræða.
Brottför verður kl 14:00 frá TM höllinni.

Leikur þrjú var statement. Staðan er 1-2 fyrir Stólana, við erum með bakið upp við vegg og við höfum heldur betur ýtt frá okkur.
Stólarnir eru orðnir hræddir og hafa reynt að grípa til örþrifaráða. Við látum það ekki á okkur fá og mætum enn stekrari í næsta leik.
Nú duga engin vettlingatök. Þetta er leikurinn þar sem sem stóru strákarnir mæta til leiks. Þetta er do or die mómentið. Þetta er allt eða ekkert.
Leggjum okkar af mörkum til að sækja þennan sigur fyrir Norðan og tryggjum oddaleikinn heima í Sláturhúsinu.

Hlakka til að sjá ykkur sem flest fyrir Norðan.
Fyrir hönd KKDK
Ingvi Þór Hákonarson, formaður.