Nýjast á Local Suðurnes

Ágúst með brons á Evrópumóti unglinga í taekwondo

Ágúst Krist­inn Eðvarðsson, fjór­tán ára gam­all Kefl­vík­ing­ur, varð um helg­ina fyrst­ur Íslend­inga til að vinna til verðlauna á Evr­ópu­móti í bar­daga í taekwondo en hann keppti á Evr­ópu­móti ung­linga í Stras­bourg í Frakklandi.

Ágúst komst í undanúr­slit þar sem hann lenti í æsispenn­andi  bar­daga og var þar hárs­breidd frá því að kom­ast í úr­slit um gull­verðlaun­in. Í frétta­til­kynn­ingu frá Taekwondo-sam­bandi Íslands seg­ir að Ágúst Krist­inn hafi und­an­far­in miss­eri vakið mikla at­hygli fyr­ir frá­bæra tækni og hafi skipað sér í röð efni­leg­ustu kepp­enda í heim­in­um í sín­um flokki. Þetta kemur fram á mbl.is

Helgi Rafn Guðmundsson þjálfari Ágústs var að vonum ánægður með árangurinn en hann sagði meðal annars á Facebook síðu sinni:

“Frammistaðan hans á mótinu var ótrúleg. Bardaginn (um 3ja sætið) við Spánverjann var t.a.m. einn besti bardagi tæknilega og leikfræðilega sem ég hef séð. Ágúst fékk ekki á sig á mótinu (eitt stig var skráð vegna refsistiga í fyrsta bardaga sem Ágúst fékk fyrir að fara útaf vellinum) og því erfitt að segja að hann hafi tapað neinu.”

Mynd: Keflavik.is