Nýjast á Local Suðurnes

Taplaust B-lið Njarðvíkur fær Keflavík í heimsókn í kvöld

B-lið UMFN hefur unnið bikar áður og eru komnir á bragðið - Stefnan er sett á að næla í annan og þá aðeins stærri í þetta sinn

B-lið Njarðvíkur sem leikur í annari deildinni í körfuknattleik tekur á móti efsta liði Dominos-deildarinnar, Keflavík, í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins í kvöld. Leikurinn fer fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík og hefst klukkan 19.15.

Njarðvíkingarnir hafa ekki tapað leik í vetur, unnið alla sína leiki í deild og bikar og eru sem stendur í efsta sæti deildarinnar. Á leið sinni í 8-liða úrslitin lagði liðið meðal annas 1. deildarlið Reynis úr Sandgerði.

Keflvíkingar eru sem fyrr segir í efsta sæti Dominos-deildarinnar og hafa einungis tapað tveimur leikjum í vetur.

Þó leið Keflvíkinga í undanúrslitin virðist greið eru B-liðs menn Njarðvíkinga á öðru máli, Sverrir Þór Sverrisson nýráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur og leikmaður B-liðsins sagði leikinn gegn Keflavík leggjast vel í menn:

“Sá leikur leggst bara vel í mig – Við tökum þá klárlega.” Sagði Sverrir í léttum tón.