Nýjast á Local Suðurnes

Að duga eða drepast fyrir Keflavík – Miðar á kvennaleik í kvöld gilda einnig á karlaleikinn

Það hefur mikið gengið á í körfuboltanum síðsutu misseri og þessa vikuna verður nóg um að vera í TM höllinni í Kefavík. Bæði kvenna og karlaliðið félagsins berjast fyrir lífi sínu og það er annað hvort að duga eða drepast, þar sem aðeins sigur heldur liðunum frá snemmbúnu sumarfríi.

Meistaraflokkur kvenna leikur hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni gegn Grindavík í kvöld klukkan 19.15. Kvöldið eftir á svo karlaliðið leik þar sem þeir berjast einnig fyrir lífi sínu í úrslitakeppninni gegn Tindastól. 

Allir stuðningsmenn Keflavíkur eru hvattir til að leggja leið sína í TM höllina og styðja liðið sitt til sigurs. Miðarnir sem seldir verða á kvennaleikinn munu einnig gilda inn á karlaleikinn daginn eftir.