Nýjast á Local Suðurnes

Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðar á Keflavíkurflugvelli

Í ljósi alvarlegra atburða á alþjóðaflugvellinum og víðar í Brüssel í morgun, svo og hryðjuverka víðar í álfunni undanfarin misseri, hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákveðið að auka viðbúnað lögreglu í og við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, með sérstakri aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Þessi ákvörðun lögreglustjóra er tekin í samráði við ríkislögreglustjóra.