Nýjast á Local Suðurnes

Landfestar tóku að gefa sig á olíuflutningaskipi

Landfestar tóku að gefa sig á olíuflutningaskipinu Assa sem liggur við bryggju í Njarðvíkurhöfn nú fyrir stundu.

Nokkur hætta var talin á að landfestar gæfu sig alveg og var kallallsður út mannskapur frá köfunarþjónustu Sigurðar til að koma nýjum landfestum við skipið og gekk verkefnið, sem tók nokkrar klukkustundir, vel fyrir sig.