Nýjast á Local Suðurnes

Þorvaldur hættur hjá Keflavík

Þorvaldur Örlygsson hefur látið af störfum sem þjálfari Keflavíkur í knattspyrnu. Þorvaldur tók við þjálfun meistaraflokks karla haustið 2015 og mun að öllum líkindum hverfa til starfa hjá Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ)  í fullu starfi nú í haust, segir í sameiginlegri yfirlýsingu sem Keflvíkingar og Þorvaldur sendu frá sér.

Þorvaldur hefur samhliða þjálfun meistaraflokks karla hjá knattspyrnudeildinni starfað í hlutastarfi hjá KSÍ sem þjálfari U-19 ára landsliðs karla. KSÍ hyggst nú gera þetta að 100% starfi sem mun hafa þau áhrif að Þorvaldur getur ekki þjálfað félagslið samhliða.

Stuðningsmenn liðsins voru ekkert yfir sig hrifnir af vinnubrögðum þessa reynslubolta úr knattspyrnuheiminum, en mörgum fannst yngri leikmenn lítið fá að spreyta sig.