Nýjast á Local Suðurnes

Thorsil greiðir fyrstu greiðslu í október

Frest­ur­ Thorsil til greiðslu gatnargerðargjalda vegna verksmiðju fyrirtækisins sem áætlað er að reisa í Helguvík rann út föstu­dag­inn 30. sept­em­ber síðastliðinn. Stjórn Reykjaneshafnar segir í tilkynningu til Kauphallar að gjaldagi fyrstu greiðslu sé í október, samkvæmt samkomulagi við fyrirtækið.

Ekki er tekið fram í tilkynningunni hvaða dag októbermánaðar greiðslan verður innt af hendi, en tilkynninguna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Stjórn Reykjaneshafnar samþykkti á fundi sínum 3. október 2016 samkomulag við Thorsil ehf. um fyrirkomulag greiðslna á grundvelli Lóðar- og hafnarsamnings milli aðila frá 11. apríl 2016. Í samkomulaginu felst að gjalddagi fyrstu greiðslu er í október 2016.