Nýjast á Local Suðurnes

Samningur um Heilsueflandi samfélag undirritaður í Reykjanesbæ

Í gær undirrituðu Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Birgir Jakobsson Landlæknir samning þess efnis að Reykjanesbæ verði aðili að verkefni embættis Landlæknis, Heilsueflandi samfélag. Í framhaldi verður myndaður stýrihópur ýmissa hagsmunaaðila sem mun veita verkefninu brautargengi.

Reykjanesbær varð formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi í upphafi Heilsu- og forvarnarviku. Það sýnir að mikill áhugi er á að verkefnið fái góða byrjun þar sem allir hagsmunaaðilar komi að. Eitt af því fyrsta sem unnið verður að er myndun stýrihóps og var fulltrúum þessara aðila boðið á kynningu á Heilsueflandi samfélagi og undirritunina í gær, segir í tilkynningu.