sudurnes.net
Samningur um Heilsueflandi samfélag undirritaður í Reykjanesbæ - Local Sudurnes
Í gær undirrituðu Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Birgir Jakobsson Landlæknir samning þess efnis að Reykjanesbæ verði aðili að verkefni embættis Landlæknis, Heilsueflandi samfélag. Í framhaldi verður myndaður stýrihópur ýmissa hagsmunaaðila sem mun veita verkefninu brautargengi. Reykjanesbær varð formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi í upphafi Heilsu- og forvarnarviku. Það sýnir að mikill áhugi er á að verkefnið fái góða byrjun þar sem allir hagsmunaaðilar komi að. Eitt af því fyrsta sem unnið verður að er myndun stýrihóps og var fulltrúum þessara aðila boðið á kynningu á Heilsueflandi samfélagi og undirritunina í gær, segir í tilkynningu. Meira frá SuðurnesjumGrauturinn mælist vel fyrir í GrindavíkSuðurnesjahönnuðir selja gjafavörur í Svarta PakkhúsinuFái frítt í sund gegn gjaldiStefnt á að bjóða upp á hollan kvöldmat frá leikskólum HjallastefnunnarSunny Kef opnar í hjarta ReykjanesbæjarLesið út um allt í Grindavík – Myndir!Á fimmta tug ungmenna hlýddu á fyrirlestur um skaðsemi vímuefnaÞúsund manns fengu sér súpu í boði Nettó – Unnin úr hráefni sem annars væri hentSbarro opnar á KEFAllt seldist upp og tæki biluðu á opnunarhelginni