Nýjast á Local Suðurnes

Ólafur Ólafsson semur við Grindvíkinga á ný

Ólafur Ólafsson hefur ákveðið að snúa í heimahaga og spila með Grindvíkingum næsta vetur en samningur þess efnis var undirritaður í dag.  Ólafur spilaði með St. Clement í NM2 deildinni í Frakklandi síðasta tímabili, liðið endaði í 5. sæti deildarinnar og Ólafur skilaði að meðal 14 stigum, um 6 fráköstum og um 3 stolnum boltum í leik.

Það var Karfan.is sem greindi frá þessu og þar er tekið fram að Grindvíkinar séu ekki bara að endurheimta einn af sínum dáðustu drengjum heldur baráttujaxl í anda við bræður sína þá Jóhann sem þjálfar liðið og Þorleif sem hyggst spila sitt síðasta tímabil.

Ólafur var drjúgur fyrir þá gulklæddu áður en hann fór til Frakklands en hann var að skora um 15 stig á leik og taka 7 fráköst ásamt því að senda um 3 stoðsendingar.