Nýjast á Local Suðurnes

Hreyfivika UMFÍ: 520 íbúar Reykjanesbæjar syntu 400.000 kílómetra

Hreyfivika UMFÍ fór fram dagana 23. – 29. maí síðastliðinn. Reykjanesbær tók þátt í fyrsta skipti í sundkeppni sveitarfélaga og höfnuðu í sautjánda sæti af þrjátíu og einu sveitarfélagi.

Alls tóku 520 þátttakendur þátt í Reykjanesbæ og syntu 398.800 km sem gerir 50 m á hvern íbúa, segir í tilkynningu frá fræðslusviði Reykjanesbæjar.

Reykjanesbær ákvað að draga út heppinn þátttakenda sem fengi árskort í sundmiðstöðina í verðlaun fyrir þátttöku í sundkeppninni. Það var hún Gunnhildur Þórðardóttir sem var svo heppin að hljóta vinninginn. Hún synti fjóra kílómetra og stóð sig afar vel fyrir Reykjanesbæ.

Á myndinni er vinningshafinn ásamt Jóni Newman vaktstjóra Sundmiðstöðvar Reykjanesbæjar.

hreyfivika