Nýjast á Local Suðurnes

Ökumenn virði hraðatakmarkanir – Menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautum

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Umferð um Reykjanesbraut við gatnamót Aðalgötu hefur verið færð yfir á nýtt hringtorg og á meðan unnið er að framkvæmdum verður Aðalgata lokuð tímabundið í um það bil 2 vikur. Ekki verður því hægt að komast upp á Reykjanesbraut (eða af) á meðan á þessari lokun stendur.

Ökumönnum er bent á hjáleið yfir á Þjóðbraut eða að aka um Garðaveg.

Þá eru vegfarendur beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.