Nýjast á Local Suðurnes

Björguðu fólki úr brennandi íbúð í Reykjanesbæ

Eld­ur kom upp í íbúð í fjöl­býl­is­húsi í Reykja­nes­bæ rétt fyr­ir miðnætti í gær og var allt til­tækt lið lögreglu og slökkviliðs sent á staðinn. Eld­ur­inn var í íbúð á efri hæð í fjög­urra íbúða húsi.

Kon­u og manni sem voru í íbúðinni var bjargað út, konunni af lög­reglu en reykkafar­ar komu mann­in­um til bjarg­ar þar sem lög­regla þurfti frá að hverfa vegna reyks og hita. Þau voru bæði flutt á Land­spít­al­ann. Ekki er vitað um líðan þeirra.