Nýjast á Local Suðurnes

Biðu klukkustundum saman eftir farangri í FLE – Búast við frekari töfum í dag

Nýtt farangursflokkunarkerfi er ein af orsökunum fyrir töfum

Fjöldi fólks sem kom með flugi til landsins í gærkvöldi og snemma í nótt þurfti að bíða klukkustundum saman eftir farangrinum sínum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. RÚV greindi frá, en í frétt miðilsins sagði að komufríhöfnin hafi verið yfirfull af fólki, enda lítill sem enginn farangur skilað sér til farþega, en fimmtán vélar lentu á vellinum frá klukkan 23 – 02.

“Það er svo mikið af fólki hérna að brunaeftirlitið myndi eflaust loka staðnum ef það myndi sjá þetta. Það er allt fullt og fólk búið að bíða síðan klukkan ellefu. Enginn starfsmaður veit neitt og enginn gefur svör, allir yppta öxlum.” Sagði farþegi á staðnum, við RÚV.

Samkvæmt upplýsingum frá Isavia tengjast tafirnar stækkun á komusalnum og innleiðingu á nýju farangurskerfi þar. Búast megi við frekari töfum þótt vonast sé til þess að þær verði minni en í gærkvöldi.