Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík í átta liða úrslit Lengjubikarsins

Grindvíkingar tryggðu sér sæti í átta liða úr­slit­um Lengju-bikarkeppn­inn­ar, en liðið endaði í öðru sæti síns riðils í keppninni og komst í átta liða úrslitin á markamun, en þrjú lið voru jöfn í riðlinum með 11 stig.

Til stóð að Grindvíkingar myndu mæta Valsmönnum í átta liða úrslitunum, en þar sem Valur dró lið sitt úr keppni munu Grindvíkingar leika gegn Þór Akureyri.

Eft­ir­tal­in lið munu mæt­ast í átta liða úr­slit­un­um:

KR – ÍA
KA – Sel­foss
Þór – Grinda­vík
Breiðablik – FH

Leik­irn­ir eru all­ir sett­ir á sunnu­dag­inn 9. apríl.